Jæja...húsmóðirin á Hringbraut hér. Allt að gerast.....daman var blessuð um síðustu helgi og hlaut nafnið Jóhanna Lára Skagfjörð. Ekki í höfuðið á hæstvirtum forsætisráðherra....þegar ég er farin að nefna börnin mín eftir Samfylkingarforingjum má tékka vel á mér. Nei, móðir Jóa heitir Jóhanna og er mun merkari kona en nafna hennar á þingi. Laugardagurinn var semsagt dagurinn hennar Jóhönnu á okkar heimili....þessarar sætari. Og hún var svona líka ánægð með nafnið sitt að hún byrjaði að brosa fyrir alvöru og brosir núna við hvert tækifæri.
Annars er fæðingarorlofið ósköp ljúft. Við JL fögnuðum gríðarlega á mánudaginn og sprönguðum kátar og glaðar um Fjörðinn í sólinni. Við erum ekki jafn hressar núna með rokið og rigninguna, en reynum samt að brosa og knúsast bara inni í staðinn. Ég ætla að skella mér smá út með litlu systur á morgun, rifja aðeins upp hvernig þessi heimur utan veggja Hringbrautarinnar lítur út....nú er svo komið að ég verð að vanda mig til að byrja ekki setningar á "sko, í Ophru í morgun.....". Ég ber mikla virðingu fyrir heimavinnandi konum sem ná að halda kúlinu svona til lengdar.
Meira seinna....Neighbours kalla;)
Bryndís