- lélegt sjónvarpsefni
5. Survivor
Fólk í óbyggðum að rífast. Hugmyndin og útfærslan var temmilega fersk þegar maður sá þetta fyrst. En það var fyrir mööööörgum árum, sama ár og fólki fannst þessi viðbjóður frábært lag. En nú er árið 2009 og heilvita fólk horfir hvorki á Survivor né hlustar á Who Let the Dogs Out.
4. Stelpurnar
Ég man varla eftir fyndnu atriði úr Stelpunum. Ég held að öll góða gagnrýnin og verðlaunin sé ekki komin til vegna þess að fólki finnist þetta í alvöru fyndið...heldur meira af ótta við femínista.
3. Idol
Leit að hæfileikaríku fólki. Hugmyndin er ekki svo slæm. Það slæma er að það er ekkert hæfileikaríkt fólk (í fleirtölu) í keppninni. Það er einn mjög góður keppandi, þrír sem myndu enda í topp fimm í söngvakeppni Finnbogastaðaskóla á Ströndum og svo er hellingur af virkilega vonlausu liði sem fær hrós eða last fyrir fötin sín.
2. Suður-Amerísku sápurnar
La Fea Más Bella og Wings of Love kannast kannski ekki margir við. Allavega ekki fyrr en þeir fara í fæðingarorlof og hafa ekkert að gera nema horfa á sjónvarp. Einhver sagði mér að að þessar sápur væru notaðar sem pyntingartæki í Guantanamo fangabúðunum. Skýrt brot á Genfarsáttmálanum.
1. Auddi og Sveppi
Ég hélt að strákaflippið hefði runnið sitt skeið með...Strákunum. En nei...flippið heldur áfram...en er ekki lengur strákaflipp. Meira svona miðaldra gaurar að flippa eitthvað einu sinni í viku á milli þess sem hárið þynnist og maginn stækkar.
Kv.
jóiskag
Skilaboð frá Bryndísi: Þeir sem skoða þetta blogg EIGA að kommenta. Það þýðir þið!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
 
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli