sunnudagur, 3. maí 2009

Frétt vikunnar!

...er í boði dv.is. Þeir greindu einir frá því sem mestu skiptir um þessar mundur. Meðan aðrir fréttamiðlar gleymdu sér í ómerkilegum fréttum um ríkisstjórnarviðræður, svínaflensu og fleira í þeim dúr náði dv.is að aðskilja kjarnann frá hisminu.

"Bæjarstjóri grennist" er yfirskrift fréttarinnar og fjallar hún um að Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri Seltirninga sé farinn að stunda ræktina stíft og hafi um leið misst nokkur kíló. En þar með er ekki öllu sagan sögð því Jónmundur hefur einnig...

"...uppgötvað mátt ljósabekkjanna – stundar þá grimmt."

Toppurinn á ísjakanum, það besta af því besta, er svo geymt þar til í lokin.

"
Þessi lífsstílsbreyting bæjarstjórans á Seltjarnarnesi hefur skilað sér svo um munar. Jónmundur svífur um bæinn á ljósbleiku skýi, fegrar umhverfið með því einu að vera á staðnum og þykir líflegri en nokkru sinni fyrr."



Já, það má með sanni segja að DV þori þegar aðrir þegja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli