þriðjudagur, 19. maí 2009

Júróblogg

Ég missti aðeins kúlið á laugardaginn. Ekki vegna þess að ég er Júró nörd. Ekki vegna þess að ég elska Jóhönnu Guðrúnu eða lagið hennar. Mér finnst bara skemmtilegra að vinna heldur en tapa.

Enívei.

Það er ein Júrókeppni sem er mér minnisstæð. Það var 2001. Þá var keppnin haldin í Danmörku, eftir frækinn sigur Olsen gengisins árið áður - good times...eitthvað. Nema hvað. Danir sendu þá þetta líka stórgóða lag til keppni flutt af sveitinni Rolli and King.



Sigurvegarar voru hins vegar eistneskt tvíeyki skipuð svörtum Tom Jones lokk-alike og asnalegum gaur.



....öhhh....þá er það komið á hreint...


Engin ummæli:

Skrifa ummæli