"við erum 2 strákar úr árbænum og einu hljóðfærin sem við notum eru micar.. við erum reindar 3.."
Þeir voru þó með á hreinu að það væru aðeins tveir rapparar í bandinu, þeir "Danni suco a.k.a. Mr.Suco og DannY P..og shaggy-p a.k.a. fannar".
Þegar ég uppgvötvaði sveitina hafði hún þá þegar gefið út tvö lög, I'ma hustler og I know U like me.
Fyrra lagið er vafalaust harðasta bófarapp Íslandssögunnar. Þið getið hlustað á lagið með því að smella hér. Ég hvet ykkur eindregið til að hækka og hlusta vel á textann.
Í síðara laginu fengu þeir félagar aðstoð frá vinkonu sinni, sem mér skilst að heiti Rebekka. Lagið er öllu rólegra en I'm a hustler og fjallar um hugljúft samneyti einstaklinga af sitthvoru kyninu. Einstaklega fallegt.
Eins og Elvis, Bítlarnir og fleiri brautryðjendur í tónlistinni vakti sveitin mikið umtal í samfélaginu, og jafnvel reiði meðal sumra. Sumir vildu meina að þessir tveir (eða þrír) drengir væru upprennandi snillingar en aðrir vildu meina að þeir kæmu slæmu nafni á ímynd gangsta-rappsins.
Óvildarmenn bandsins voru nokkuð miskunnarlausir við vesalings litlu gangsterana úr Árbænum og skildu eftir óvægin skilaboð í gestabókinni á bloggsíðunni þeirra.
"ef þið eruð ekki hættir núna, endilega gerið það áður en einhver myrðir ykkur....sem væri annars fínt...............oog þið eruð ljótir"
"alvöru ekki gera annað lag eða einhver sslasast alvarlega"
"ætla að finna út hvar þú átt heima og lemja þig"
"þið eruð ömulegir og vangefnir og þig ættuð að hætta að vera þroskaheftir mongólítar. tónlistin ykkar er vangefin, þroskaheft og hommaleg. kveðja:busta-bitches killer PS.danni þú ert þroskaheft helvíti"
Það er kalt á toppnum var einhverntímann sagt og því fundu Busta Bitches strákarnir svo sannarlega fyrir. Fór svo að lokum að þeir þoldu ekki pressuna og umtalið, ekki frekar en Sex Pistols á sínum tíma, og hljómsveitin hætti störfum. Danni suco gekk síðar til liðs við hljómsveitina Heitar rímur og skipti fljótlega um nafn. Nafnaskiptin voru útskýrð skýrt og greinilega á síðu sveitarinnar:
"Danni breytti um nafn. Hann kallaði sig fyrst Danni Suco en núna heitir hann Danni G (G-ið merkir Guðmundsson vegna þess að Danni heitir Daníel Guðmundsson fullu nafni)."
Þrátt fyrir nokkra leit á Netinu tókst mér ekki að finna nein lög með Heitum rímum og er það miður.
Þrátt fyrir stuttan líftíma og í raun aðeins tvö útgefin lög skildi gangsta-rap sveitin Busta Bitches eftir sig djúp spor í tónlistarsögu Íslands. Drengirnir voru ekki aðeins stútfullir af hæfileikum heldur ruddu þeir brautina fyrir aðra tánings gangsta-rappara eins og t.d. MC Bigga og Killerinn, Bytturnar og krónprinsinn MC Gauta.
R.I.P.
Busta Bitches
Busta Bitches
- Dis Rap is da bomb! Beatch! -
jóiskag
Vá bara kominn aftur með blogg. Er einhver fortíðarþrá? Ertu enn að halda úti Ace of Base síðunni fyrir Krissa eða?
SvaraEyðaKv. Atli
Heyrðu já, blogg er málið sko...var að fatta það...aftur...
SvaraEyðaÞað mun hafa verið Whigfield síða sem ég hélt úti í hans nafni, og nei, hún er því miður ekki lengur við líði...synd og skömm