MÉR ER ALVEG SAMA þó að Hafþór sé með tvo hesta á húsi í vetur!
MÉR ER ALVEG SAMA þó að Guðrún hafi byrjað að vinna í bankanum fjórtán ára gömul!
(en spyr: Hvað er fjórtán ára gamalt barn að gera að vinna í banka?)
MÉR ER ALVEG SAMA þó að Ólöf syndi á hverjum degi og taki svo pottinn á eftir!
MÉR ER ALVEG SAMA þó að Pétrún hafi margoft farið á Snæfellsjökul á sleða og skíðum!
Já, MÉR ER ALVEG SAMA hvað fólkið í Landsbankanum gerir í sínum frítíma. Ég mun ekki koma í viðskipti við bankann vegna áhugamála starfsfólksins. Og væri ég viðskiptavinur get ég ekki séð að ég yrði ánægðari með okurvextina á yfirdrættinum mínum vegna þess að þjónustufulltrúinn minn er duglegur að synda.
Ég vil líka taka það fam að MÉR ER ALVEG SAMA hvað fólkið sem vinnur í Bónus og Bryndísarsjoppu gerir í sínum frítíma. Ég vil bara fá afgreiðslu. Það er það eina sem ég vil frá þessu fólki.
Kv.
jóiskag
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
heyr heyr og haha!
SvaraEyðaErla
þú ert svo sjálfhverfur, hefur engan áhuga á neinu nema sjálfum þér.
SvaraEyðaKannski ættum við öll að gefa okkur meiri tíma til að kynnast hvert öðru og spyrja nágungann hvernig hann hefur það? Ótillitssama fíflið þitt!
kv. daníel
vá hvað ég er sammála! Þessar auglýsingar eru bara pirrandi og frekar lélegar bara!
SvaraEyða-Allý
Danni sökkar!
SvaraEyðakv.
Alheimurinn