Eftir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi lét Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, falla ummæli sem hann taldi útskýra ósigur sinn. Ummælin voru á þá leið að hann væri svo vinsæll hér í bæ að Hafnfirðingar hefðu tekið sig saman um að kjósa hann EKKI, til þess eins að lýsa yfir óánægju með að hann væri að yfirgefa bæjarstjórn.
Nákvæmlega hvaða Hafnfirðingar það voru sem vildu alls ekki missa Lúlla sinn útskýrir hann ekki, og liggja því allir bæjarbúar undir grun. Það þykir fimm manna fjölskyldunni á Hringbraut miður og finnur hún sig því knúna til að gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
"Fimm manna fjölskyldan á Hringbraut lýsir sig alfarið saklausa af ásökunum Lúlla bæjó þess efnis að hafa EKKI kosið hann vegna þess að hann er svo skrambi frábær. Ásakanir þessar eru algjörlega úr lausu lofti gripnar og er það miður að jafn háttsettur maður í bænum skuli ráðast að okkur, sem og öðrum saklausum bæjarbúum, með jafn óvægnum og niðurlægjandi hætti. Það að segja að heilt sveitarfélag sé jafn ástfangið af Lúlla og hann vill meina er í okkar huga ein svívirðilegasta árás á Hafnarfjörð síðan kosið var um sameiningu við Voga á Vatnsleysuströnd hér um árið.
Fimm manna fjölskyldan vill að það komi skýrt fram að hún er enginn aðdáandi Lúlla og hefði glöð vilja sjá hann sigra þetta prófkjör og hverfa brott úr bæjarstjórn, helst með skuldahalann sinn með sér.
Þrátt fyrir að meintar vinsældir Lúlla bæjó hafi hindrað sigur hans í prófkjörinu á hann eigi að síður öruggt þingsæti í vændum og erum við þess fullviss að hann muni standa sig jafn illa sem þingmaður og hann hefur gert sem bæjarstjóri. Víst er að það eina sem mun standa í vegi fyrir honum og ráðherrastól er meintar vinsældir hans."
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
ó ég elzka að þið séuð komin með blogg. takk!
SvaraEyðaÞað var lítið Linda...við erum jú í þessum heimi til að þóknast þér;)
SvaraEyða