miðvikudagur, 18. mars 2009

Hvernig er Jói að standa sig?

Þetta er spurning sem Bryndís hefur fengið reglulega síðan Skvísa Skagfjörð kom í heiminn.

Ég skil ekki alveg af hverju fólk spyr að þessu. Heldur fólk að ég sé almennt ófær um að sinna barni? Ég vil minna á að við Bryndís erum búin að búa hérna á Hringbraut í tvö ár með tvö stykki börn. Auk þess (með fullri virðingu fyrir Bryndísi) tel ég mig mun betur í stakk búinn til að eignast ungabarn núna (27 ára) heldur en Bryndís var 18 ára.

Það eru bara konur sem spyrja Bryndísi að þessu. Karlar, öfugt við konur, vita nefnilega að karlar geta séð um börn.

Jafnréttisbarátta kvenna snýst nefnilega um að konur geti gert allt sem karlar gera - en ekki séns að karlar geti gert allt sem konur gera.

Af hverju er ég aldrei spurður að því hvernig Bryndís sé að standa sig?



Hún stendur sig mjög vel, ef einhver var að pæla.


jóiskag

1 ummæli:

  1. Hahahhahahaha þetta fannst mé fyndið!:)

    kveðja Guðný (hans Atla)
    -síðan er komin í favorites

    SvaraEyða