- eftir Kjartan Ísak Sæmundsson
"Ég þoli ekki veskjaþjófa" sagði Örn.
"Ekki ég heldur" sagði María. "Þeir eru geðvondir og leiðinlegir."
"Já ég segi það sama og mamma er alltaf að skamma okkur."
"En veistu Örn, við getum kannski látið mömmu hætta að skamma okkur."
"Já kannski."
"Já, en sjáðu þarna úti það er einhver að klína sér við rúðuna hjá okkur!"
"Já, ég sé það."
"Þessi maður er eitthvað fúll í framan. Óóóó kannski er þetta veskjaþjófur. Veskjaþjófar eru oftast 30 ára."
"Já það er satt. Hann er með svarta húfu á höfðinu."
"Já það er satt" sagði María.
"Hver skyldi þetta vera?"
"Ertu að meina hvað hann heitir?"
"Já ég meinti það."
"Hringjum í lögguna" sagði Örn.
"Nei við skulum ekki gera það, alls ekki gera það!"
"Af hverju ekki?"
"Af því að mamma leyfir okkur það örugglega ekki.
"Æj já, ég gleymdi því alveg."
"Hei við skulum stelast að hringja í lögguna."
"Já við skulum þá prufa það.
"Já, gemmér fæf."
"Hei manst þú númerið ég man það nefnilega ekki?"
"En ég man það nefnilega. Það er 112."
"Ókei geri það."
"Halló þetta er strákur sem heitir Örn" og þeir töluðu saman um þetta og svo kom löggan. Og þá tók hún eftir honum. En þjófurinn rotaði lögguna og henti henni í ruslið og þegar hún vaknaði dó hún úr fýlu.
Þau hringdu í aðra löggu sem væri ekki það léleg lögga eins og hin löggan og hún kom og tók hann en þegar þeir voru komnir í bílinn þá rotaði þjófurinn lögguna og það kom önnur lögga sem var líka rotuð og þannig var það alltaf nema einu sinni.
En þá fór bófinn í fangelsi. En þá sáu Örn og María tösku sem veskjaþjófurinn hafði stolið. Þau kíktu inn í töskuna og vitið þið hvað var ofaní? Milljón þúsund dollarar!!! Þau fóru með þetta á lögreglustöðina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Besta saga sem ég hef heyrt mjög lengi!!
SvaraEyða