Fimm manna fjölskyldan á Hringbraut býður ykkur velkomin á þessa ágætu síðu. Hér ætlum við að segja fréttir af fjölskyldulífinu, setja inn myndir og jafnvel rasa út um málefni líðandi stundar af og til.
Af okkur er það helst að frétta akkúrat núna að kennararnir eru gapandi hissa á góðu gengi Árna Johnsen í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, grunnskólaneminn er að gera ritunarverkefni um hvað hann ætli að verða þegar hann verður stór ( = kennari), leikskólaneminn er í kirkju með afa sínum og ömmu og nýburinn lyktar af súrri mjólk og verður baðaður í kvöld.
Já, og það er hakk í matinn.
Bless í bili;
Jóhann
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli