þriðjudagur, 17. mars 2009

Lífið í fæðó

Jæja....tími á að fleiri fjölskyldumeðlimir láti að sér kveða hér...þakka þó heittelskuðum sambloggara mínum frábæra samantekt á best-of gangsta rappi í Árbænum, gott stuff. Það efsta á baugi hér á Hringbrautinni þessa dagana er óneitanlega koma lítillar manneskju sem mætti á svæðið þann 23. febrúar.... sem gerir hana þriggja vikna og tveggja daga gamla í dag. Daman er bara frekar dásamleg og allir fjölskyldumeðlimir eru afar sáttir með hana. Jói er í feðraorlofi núna en klárar það væntanlega í næstu viku....þá kemur í ljós hvort við mæðgur spjörum okkur einar. Við fílum hvor aðra ágætlega svo við erum bjartsýnar. Jói er alveg að standa sig í djobbinu og er að kafna úr monti yfir þessari þriggja kílóa smækkuðu mynd af sjálfum sér. Systkinin eru líka frekar stolt....Birna Lind mætir í leikskólann á hverjum morgni með nýjar æsispennandi sögur um hvern systirin kúkaði á þann daginn og Kjartan Ísak sýnir öllum (misáhugasömu) vinunum hana. Þau eru sammála um að það sé pottþétt skemmtilegra að eiga hana en ekki....tilkynntu mér það um daginn.
Lífið er semsé ljúft hér á bæ....hlakka mjög svo til að geta farið að skreppa út í vagn með skvísu...veit samt ekki hvort að facebook spjarar sig án mín. Vona það.
Ætla að segja þetta gott í kvöld...kem fljótlega með eitthvað krassandi (kannski gerist eitthvað æsispennandi tengt brjóstagjöf og bleyjuskiptingum á morgun....stay tuned).....já og kommentið svo ef þið rambið hér inn!
BEÁ

3 ummæli:

  1. rambiramb og kommentikomment :o)

    ægilega hlakka ég til að sjá Jóu litlu með berum augum ;o)

    hey.. ég er enn að bíða eftir símtali.. ég sagði Boggu að skila til þín að ég tek ekki við "takk" í gegnum facebook!! þeingjúverínæs!

    knúsíkissí, Alda

    SvaraEyða
  2. haha...I know, enda hef ég ekki látið mér detta það í hug!! hringi í dag eða kvöld, nema eitthvað rosalegt gerist!

    SvaraEyða
  3. Yndisleg fjölskyldusíða :)

    Ótrúlega kjút fjölskyldumyndin af ykkur uppí horni.

    SvaraEyða