laugardagur, 11. apríl 2009

Páskarnir á Hringbraut...so far

Skírdagur var undirlagður undir eggjablástur og málun. Blásturinn kom í minn hlut og mér er ennþá illt í kinnunum. Það er merkilega erfitt að blása úr. Krakkarnir máluðu svo eggin og gerðu hreiður fyrir þau og voru, eins og sjá má, gríðarlega sátt með árangurinn.






Á Föstudaginn langa var svo heljarinnar matarboð hjá okkur. Foreldrar okkar beggja og Tinna mættu og boðið var upp á lambalæri, grillað lamba fillet, grillaðar kjúklingabringur og tilheyrandi gums með. Allir voru mega uppteknir við að borða þannig enginn tók myndir.

Í dag fékk Kjartan Ísak svo nýtt hjól (í fyrirfram ammógjöf). Gírahjól með handbremsu. Menn sem eru að verða átta ára hjóla ekki um á hjóli með fótbremsul Leimó pleimó.


Bryndís fékk líka hjól. Alvöru frúarhjól. Öfugt við Kjartan Ísak vildi Bryndís enga gíra, fótbremsu og körfu. Þær óskir voru uppfylltar.
Í lýsingu söluaðila á hjólinu stóð orðið "virðulegt" en því miður verður það orð ekki notað um fyrstu ferð Bryndísar á því. Hún hafði víst ekki hjólað í mörg herrans ár (en það er engin afsökun vegna þess að það er ástæða fyrir orðtakinu "it's like riding a bicycle...").


Birna Lind var auðvitað ekki útundan og fékk að pimpa hjólið sitt aðeins upp með forláta körfu skreytta blómum og hjóla-Dóru-brúsa. Hún varð svo ánægð að efri vörin á henni hvarf!


Síðan hélt öll Hringbrautarhersinginn af stað, þau þrjú á hjólunum sínum og ég með litlu í vagni. Við keyptum okkur ostaslaufur og kókómjólk í Vort daglegt brauð, borðuðum á Thorsplani, hjóluðum meðfram sjónum, stoppuðum hjá Gulla og Ellu og komum svo heim.

Allir dauðþreyttir og það verður farið snemma að sofa í kvöld.

kv.
jóiskag

3 ummæli:

  1. Hlóu þau ekki öll að þér og sögðu í kór "Du kan ikke pose æg??"?

    kv. dsh

    SvaraEyða
  2. sko áður en við byrjuðum skellti ég blynkende lygter í spilarann og sýndi þeim þetta frábæra atriði...þeim var brugðið, en lærdómurinn er að það á aldrei að gera grína að þeim sem eiga erfitt með að blása úr eggi...annars lenti ég í því að brjóta nokkur egg...en þá kom í ljós að skurninn í þeim var eitthvað gallaður

    kv.
    jói

    SvaraEyða