mánudagur, 20. apríl 2009

Svar við föstudagsgetrauninni!

Ég vil byrja á að segja að ég er hristur og hrærður yfir þeim gríðarlegu viðbrögðum sem föstudagsgátan fékk. Þetta er bara of mikið!!!

Heill enginn svaraði!

Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp gátuna miklu:

KÚREKI KOM RÍÐANDI INN Í HLÖÐU Á FÖSTUDEGI. HANN GISTI ÞAR Í TVÆR NÆTUR OG KOM ÚT Á MÁNUDEGI. HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA?

Svarið er jafn augljóst og hvíti liturinn á hvítum hrísgrjónum; hestur kúrekans hét Föstudagur. Hann reið sumsé inn í hlöðuna á hestinum Föstudegi.

Verðlaun þessarar viku var bröns á Hringbrautrinni og þau hlýtur Enginn. Til hamingju!!!

kv.
djó ðe spó

1 ummæli:

  1. hahaha Föstudagur, Jói þú mátt allavega vita það að ég reyndi að fatta þessa gátu þína í svona 2 mínútur.....en gafst upp :)

    Hefði mögulega fattað þetta án capsims :)

    SvaraEyða